Hrafnhildur og Rögnvaldur meistarar hjá Oddinum
Meistaramótinu lauk í gær hjá Golfklúbbnum Oddi. Mikill fjöldi keppenda naut þess að leika á frábærum velli í góðu veðri.
Í meistaraflokki karla var það Rögnvaldur Magnússon sem sigraði með miklum yfirburðum. Rögnvaldur lék samtals á 304 höggum og næstur á eftir honum kom Sigurður Björn Waage Björnsson á 323 höggum
Lokastaðan í karlaflokki:
Í kvennaflokki var Hrafnhildur Guðjónsdóttir eini keppandinn í meistaraflokki kvenna. Hrafnhildur lék flott golf og endaði samtals á 308 höggum.