Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Hörð keppni á  fyrsta stigamóti ársins - Leirumótinu
Íslandsmeistari í golfi karla 2022, Kristján Þór Einarsson lék flott golf á fyrsta degi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 2. júní 2023 kl. 21:08

Hörð keppni á fyrsta stigamóti ársins - Leirumótinu

Eyþór Hrafnar Ketilsson úr Golfklúbbi Akureyrar er með eins högg forskot í karlaflokki á Leirumótinu í golfi eftir fyrsta hring. Í kvennaflokki eru tvær jafnar, þær Ragnhildur Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir á tveimur höggum yfir pari.

Aðstæður til golfleiks voru fínar á fyrsta degi mótsins og Hólmsvöllur er í mjög góðu ástandi. Leiknar eru 54 holur í þessu fyrsta stigamóti ársins á mótaröð þeirra bestu hér á landi. 

Meðal keppenda í toppbaráttunni er Íslandsmeistari karla, Kristján Þór Einarsson úr Kili í Mosfellsbæ á -3 og er jafn í öðru sæti. Hann lék mjög stöðugt golf, fékk 3 fugla og 15 pör. Meistaragolf. 

Ljósmyndari kylfingur.is tók myndarúnt á fyrsta degi sem má sjá hér fyrir neðan.

Staðan:

Karlar:

Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 68 högg

Elvar Már Kristinsson GR 69 högg

Kristán Þór Einarsson GM 69 högg

Konur

Ragnhildur Kristinsdóttir GR 74 högg

Berglind Björnsdóttir GR 74 högg

Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 75 högg

Auður Bergrún Snorradóttir GM 75 högg

Fjóla Margrét Viðarsdóttir úr GS er í 3. sæti, höggi á eftir forystusauðunum. Kylfingsmyndir/JóhannPáll.

GSÍ-mót á Hólmsvelli í Leiru 2. júní 2023