Helgi Snær og Laufey Jóna sigruðu í elsta flokki á Íslandsbankamótaröðinni
Annað mót tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Alls tóku 124 keppendur þátt.
Í elsta flokki stóðu þau Helgi Snær Björgvinsson og Laufey Jóna Jónsdóttir uppi sem sigurvegarar.
Helgi Snær leiddi eftir alla þrjá hringina í strákaflokki og sigraði að lokum með níu högga mun. Hann lék hringina þrjá á 11 höggum yfir pari. Laufey Jóna lék hringina þrjá á 40 höggum yfir pari .
19-21 ára piltar:
1. Helgi Snær Björgvinsson, GK (75-73-79) 227 högg +11
2. Eggert Kristján Kristmundsson, GR (75-77-84) 236 högg +20
3. Ernir Sigmundsson, GR (79-79-81) 239 högg +23
4. Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG (80-74-87) 241 högg +25
5. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG (79-77-87) 243 högg +27
19-21 ára stúlkur:
1. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS (89-80-87) 256 högg +40
Laufey Jóna púttar hér á Hólmsvelli.