Helgi fór holu í höggi í Meistaramóti GOS
Meistaramót eru nú í fullum gangi víða um land. Meistaramót Golfklúbbs Selfoss hófst á þriðjudag og dró til tíðinda í gær þegar...
Meistaramót eru nú í fullum gangi víða um land. Meistaramót Golfklúbbs Selfoss hófst á þriðjudag og dró til tíðinda í gær þegar Helgi Hjaltason fór holu í höggi á 3. braut. Helgi sló smellhitt högg með 9-járni beint á holu og lenti boltinn einu sinni á flöt og síðan beint ofan í holuna. Frábært hjá Helga og óskum við honum til hamingju með áfangann.
Í meistaraflokki karla er Hlynur Geir Hjartason efstur en hann lék fyrsta hringinn í mótinu á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur fimm högga forystu eftir fyrsta hring. Hlynur fékk fimm fugla á hringnum í gær og tapaði ekki höggi.
Hlynur Geir Hjartarson lék mjög vel á fyrsta hring í gær.