Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Haraldur í vandræðum á Links vellinum fræga
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 17. febrúar 2024 kl. 16:32

Haraldur í vandræðum á Links vellinum fræga

Haraldur Franklín Magnús þurfti að lúta í gras gegn einum frægasta golfvelli veraldar þegar hann lék á Dimension Data mótinu á Áskorendamótinu í George í S-Afríku nú um helgina. Leikið er á þremur völlum Fancourt golfsvæðisins en Links völlurinn er þekktastur þeirra og talinn einn besti völlur heims. Þar lenti okkar maður í vandræðum.

Þetta er eina mótið á árinu á Áskorendamótaröðinni þar sem niðurskurðurinn er tekinn eftir 54 holur. Haraldi gekk afar illa á Links vellinum sem hann lék í annarri umferð. Hann fékk 8 skolla og tvo fugla og endaði þann hring á 6 yfir pari. Aðstæður voru reyndar mjög erfiðar, mikil rigning og vindur og Links völlurinn er eins og nafnið ber með sér - ekki skógarvöllur og þá hefur vindur meiri áhrif.

Hina tvo hringina lék hann á -1 og því á +5 í heildina en niðurskurðurinn endaði við parið.

Okkar maður hefur verið í S-Afríku síðustu 3 vikur og verður áfram í landinu og fjórða mótið í röð á Challenge mótaröðinni verður í Port Elizabeth í æstu viku. Haraldur endaði í 13. sæti í síðustu viku en hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í fyrsta mótinu og því þriðja í S-Afríku.

Staðan.