Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðmundur keppir í París - einn yfir pari
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 21. september 2023 kl. 15:17

Guðmundur keppir í París - einn yfir pari

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur á DP Evrópumótaröðinni lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari á Cazoo Opna franska mótinu á Le Golf National golfvellinum í Frakklandi í dag.

Guðmundur Ágúst fékk þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum en hinn kóreski Tom Kim er með forystu á sjö höggum undir pari en hann fékk sex fugla á fyrstu sjö holunum. Tveir Englendingar eru á sex undir pari í 2.-3. sæti, þeir Richard Mansell og Matthew Southgate.

Örninn 2025
Örninn 2025

Le National er sögufrægur golfvöllur en þar var Ryder bikarinn m.a. leikinn árið 2018. Evrópumenn unnu glæstan sigur. Nú er aðeins vika í Ryder bikarinn 2023 en hann fer fram í Róm. Evrópumenn eiga harma að hefna en þeir töpuðu stórt árið 2021 þegar leikið var á Whistlings Straits vellinum.