Guðmundur Ágúst hefur lokið leik í Tékklandi
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk í morgun leik á Kaskáda Golf Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu.
Guðmundur fór vel af stað og var á 4 höggum undir pari eftir 14 holur. Hann lék svo 15. brautina á 10 höggum eða 5 yfir pari sem eyðilagði skor dagsins.
Samtals endaði Guðmundur mótið á 2 höggum yfir pari og í 57. sæti.
Skorkort Guðmundar: