GR leggur fram kæru vegna ólöglegs leikmanns í Íslandsmóti golfklúbba
Íslandsmót golfklúbba í 1. deild fór fram síðustu helgina í júlí og fögnuðu Mosfellingar tvöföldum sigri. Þó bara skugga á sigur karlaliðsins þar sem vafi lék á hvort einn leikmanna liðsins, Nick Carlsson hafi verið löglegur þar sem hann á ekki lögheimili á Íslandi.
Kylfingur fjallaði um málið, reyndi að ná tali af einhverjum innan Golfsambands Íslands en lítið gekk. Loksins er komin hreyfing á málið, Golfklúbbur Reykjavíkur sem tapaði fyrir GM í riðlakeppninni, hefur lagt fram kæru og verður fróðlegt að sjá hverjar lyktir þessa máls verða.