Fréttir

Frábær tilþrif á fyrsta degi Masters
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. apríl 2024 kl. 10:26

Frábær tilþrif á fyrsta degi Masters

Bestu kylfingar heims sýndu snilldar tilþrif á fyrsta degi Masters en vegna tafa á fimmtudagsmorgni var ekki hægt að ljúka fyrstu umferð sem kláruð verður á föstudagsmorgun.

Hin litríki Brian Dechambeau lék magnað golf og lauk hring á sjö höggum undir pari.  Hann hóf leik með fugli á fyrstu þremur holunum og fékk síðan fimm fugla á síðustu sjö.

Besti kylfingur heims, Scottie Scheffler var ekki mikið síðri. Hann lék skollalausan hring og kláraði á -6. Það verður erfitt fyrir aðra að fylgja honum eftir ef han heldur svona áfram.

Daninn Nicolai H∅jgaard var í miklu stuði og hann var í 3. sæti þegar hann var kallaður í hús vegna myrkurs á -5.

Englendingurinn og fyrrum sigurvegari, Danny Willett skilaði góðum hring á -4 og það sama gerði Max Homa.

Tiger Woods, sem á fullan skáp af grænum jökkum sýndi heldur betur og sannaði að hann er hvergi nærri búinn. Hann lauk leik á 13. holu, þessari frægu par 5 braut. Hann drævaði lengst inn í skóg, rétt náði að slá inn á braut en bjargaði pari og er á -1 eins og félagi hans frá N-Írlandi, Rory McIlroy. Rory var í basli inn á milli en bjargaði þokkalegum hring þannig að hann er ekki alveg út úr toppbaráttunni. Þeir félagar eru jafnir í 7. sæti og mótið rétt byrjað.

Hér að neðan má sjá nokkur skemmtileg myndskeið af þessum köppum.

Staðan: