Fréttir

Finau hafði betur gegn Rahm
Mánudagur 1. maí 2023 kl. 09:55

Finau hafði betur gegn Rahm

Tony Finau hafði betur í sannkölluðu einvígi á lokahringum á Mexico Open á PGA mótaröðinni. 

Finau lék frábærlega allt mótið. Hann var með 2 högga forystu á Jon Rahm sem átti titil að verja fyrir lokahringinn. Þar gerði Finau engin mistök, lék á 66 höggum meðan Rahm var á 67. Finau lauk leik á 24 höggum undir pari, þremur betur en Spánverjinn Rahm og tryggði sér 1,4m$ (200 milljónir) í verðlaunafé. 

Báðir kapparnir sýndu sínar bestu hliðar á lokahringnum en eins og áður sagði sigldi Finau sigrinum örugglega í hús. Hann hóf lokahringinn á fugli og fékk svo fjóra til viðbótar og engan skolla. Lék af miklu öryggi en Rahm hefði þurft sannkallað flugeldasýningu til að ná Finau. Rahm lék þriðja hringinn á 61 höggi eða 10 undir pari of hefði þurft annað eins til að tryggja sér sigurinn en það tókst ekki.

Sjá lokastöðuna hér.