Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Lee með þriggja högga forystu fyrir lokadaginn
Min Woo Lee.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 8. febrúar 2020 kl. 08:59

Evrópumótaröð karla: Lee með þriggja högga forystu fyrir lokadaginn

Þriðji hringur ISPS Handa Vic Open mótsins fór fram í nótt. Það er Ástralinn Min Woo Lee sem er í forystu eftir daginn og er forysta hans þrjú högg. Mótið er haldið sameiginlega af Evrópumótaröð karla og LPGA mótaröðinni og er það Ayean Cho sem er í forystu á LPGA mótinu.

Skor voru nokkuð há í nótt en aðeins 15 kylfingar léku undir pari af þeim 38 sem komust í gegnum niðurskurðinn. Lee lék á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari, og var það einn af betri hringjum dagsins. Á fyrstu 17 holum hringsjns fékk hann fjóra fugla, tvo skolla og restina pör. Á lokaholunni gerði hann sér svo lítið fyrir og fékk örn. Hann er samtals á 15 höggum undir pari.

Tveir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Það eru þeir Marcus Fraser og Travis Smyth. Fraser lék á 69 höggum í dag á meðan Smyth lék á 72 höggum en hann var í forystu fyrir daginn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.