Eitt af höggum ársins?
Bandaríkjamaðurinn Cameron Young var með sýnikennslu í því hvernig hægt er að vinna með golfboltann. Í innáhöggi á einni brautinni þurfti kappinn að slá lágt „húkk“, þ.e. snúa boltanum framhjá stóru tré ekki langt frá honum. Höggið heppnaðist fullkomlega.
Rauða „elti-röndin“ í myndskeiðinu sýnir þetta á skemmtilegan hátt. Seve Ballesteros heitinn hefði án efa verið stoltur af þessu magnaða höggi. Eitt af höggum ársins líklega!