Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Fréttir

Edoardo Molinari í forystu á lokastigi úrtökumótsins
Edoardo Molinari
Miðvikudagur 16. nóvember 2016 kl. 18:30

Edoardo Molinari í forystu á lokastigi úrtökumótsins

Ítalinn Edoardo Molinari, sem er tvöfaldur sigurvegari á Evrópumótaröðinni, er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á lokastigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Mótið fer fram á PGA Catalunya svæðinu á Tour og Stadium völlunum á Spáni. Efstu 25 og jafnir komast inn á Evrópumótaröðina á næsta ári. 

Leiknir eru 6 hringir á lokastiginu en Molinari lék fimmta hringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari. Hann er á 14 höggum undir pari samtals þegar einn hringur er eftir. 

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Englendingarnir eru svo sannarlega að leika vel í þessu lokaúrtökumóti en 15 af efstu 25 jöfnum eru frá Englandi og myndu spila sig inn á Evrópumótaröðina eins og staðan er núna.


Efstu 25 og jafnir fyrir lokahringinn.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Eftir Dag Ebenezersson
[email protected]

13. brautin á Stadium vellinum á PGA Catalunia er glæsileg.