Fréttir

Draumahögg hjá Sigfúsi á lokadegi golfferðar
Sigfús Aðalsteinsson var ánægður með draumahöggið á síðasta degi golferðar til Islantilla.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 25. apríl 2023 kl. 15:52

Draumahögg hjá Sigfúsi á lokadegi golfferðar

Sigfús Aðalsteinsson, kylfingur úr GR toppai golfferðina sína til Islantilla þegar hann fór holu í höggi á lokadegi ferðarinnar. Sigfús náði draumahögginu á 20. holu en á Islantilla eru 27 holur. 

Brautin er 142 metra löng og notaði Sigfús 7-járn. Ferðafélagar hans fögnuðu honum óspart þegar hann lauk leik á 27. holu.

Sigús fékk skjal til staðfestingar á því að hann hafi farið holu í höggi á Islantilla og var í skýjunum með draumahöggið.

Þúsundir íslenskra kylfinga hafa verið á faraldsfæti og sótt grænar grundir til Spánar og víðar í vor. 

Sigfús með skjalið flotta. Á neðri myndinni er hann með fararstjórunum á Islantilla, þeim Ragnari Ólafssyni og Gylfa Kristinssyni.