Fréttir

Cam Smith með 1,6 milljarð kr. fyrir 4 mót
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 20. september 2022 kl. 23:42

Cam Smith með 1,6 milljarð kr. fyrir 4 mót

Inneignin á bankareikningi Ástralinn Cameron Smith hækkaði um 560 milljónir króna þegar hann fagnaði sigri á LIV móti í Chicago sl. sunnudag. Ástralinn hefur verið afar sigursæll á árinu og sigraði m.a. á OPNA mótinu á St. Andrews.

Smith sigraði líka á Player’s mótinu, peningahæsta mótinu á PGA mótaröðinni í vor og svo vann hann upphafsmótið í janúar. Með sigrinum hefur hann unnið sér inn 11,5 milljón dollara eða um 1,6 milljarð króna fyrir þessi fjögur mót.

Smith endaði á 13 undir pari og vann með þremur höggum. Peter Uihlein og Dustin Johnson voru jafnir í 2. sæti. Þeir fengu rúmar 250 milljónir kr. hvor fyrir þann árangur. 

Sergio Garcia fékk 140 millj.kr. fyrir 4. sætið. Í næstu sætum komu stórkylfingar eins og Phil Mickelson og Bryson DeChambeeau. Ian Poulter endaði jafn í 29. sæti og fékk 22 millj.kr. 

Á LIV mótaröðinni er einnig leikið í liðakeppni. Ásarnir fjórir Dustin Johnson, Talor Gooch, Pat Perez og Patrick Reed skiptu á milli sín 420 millj. kr. 

Forsetabikarinn fer fram í vikunni í skugga LIV mótanna. Engir kylfingar af LIV mótaröðinni eru með þátttökurétt í Forsetabikarnum.