Fréttir

Bjarni Þór í öðru sæti á Hurricane Junior Golf Tour
Bjarni Þór varð í sumar klúbbmeistari hjá Nesklúbbnum.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 28. desember 2021 kl. 23:06

Bjarni Þór í öðru sæti á Hurricane Junior Golf Tour

Ungir íslenskir kylfingar halda áfram að gera það gott í Flórída. Í síðustu viku sigraði Perla Sól Sigurbrandsdóttir á sterku móti á Orange County National golfsvæðinu.

Perla Sól, Helga Signý Pálsdóttir og Bjarni Þór Lúðvíksson luku í dag keppni á Eagle Creek golfvellinum á Eagle Creek Holiday Open mótinu. En mótið var hluti af hinni sterku Hurricane mótaröð.

Bjarni Þór lék frábært golf á mótinu og endaði í öðru sæti á samtals 4 höggum undir pari. Bjarni lék fyrri hring mótsins á einu höggi yfir pari en lék svo frábært golf í dag þegar hann kom í hús á 5 höggum undir pari. 

Garret Ebbert sigraði á mótinu en hann lék á 8 höggum undir pari. Aðeins 4 kylfingar náðu að leika undir pari í piltaflokki.

Perla Sól hélt áfram að leika vel en hún endaði í 4. sæti í stúlknaflokki á 2 höggum yfir pari. Helga Signý lék einnig mjög vel og endaði á 4 höggum yfir pari samtals eftir að hafa leikið fyrri hringinn á höggi undir pari.

Lokastaðan í mótinu