Fréttir

Birgir Björn sigraði í Einvíginu á Nesinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 7. ágúst 2023 kl. 22:18

Birgir Björn sigraði í Einvíginu á Nesinu

Keilismaðurinn Birgir Björn Magnússon stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu sem haldið var í 27. skipti á frídegi verslunarmanna.

Birgir Björn sigraði eftir æsispennandi  lokaholu þar sem hann sigraði Gunnlaug Árna Sveinsson í „shoot-outi“ á 9. braut.

Úrslit í Einvíginu 2023 urðu eftirfarandi:

1.    sæti: Birgir Björn Magnússon

2.    sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson

3.    Markús Marelsson

4.    Guðmundur Ágúst Kristjánsson

5.    Ragnhildur Kristinsdóttir

6.    Perla Sól Sigurbrandsdóttir

7.    Magnús Máni Kjærnested

8.    Kristján Þór Einarsson

9.    Aron Snær Júlíusson

10.  Heiðrún Anna Hlynsdóttir

Eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Félagi áhugafólks um Downs-heilkennni. Félag ághugafólks um Downs-heildkenni veitir fræðslu til foreldra og almennings um Downs heilkennið. Áhersla er lögð á að vekja athygli á lífi, starfi, hæfileikum og draumum einstaklinga með Downs heilkenni í samfélaginu. 

Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhentur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins.  Þorsteinn Guðjónsson, formaður Nesklúbbsins og Kristbjörg Kristinsdóttir, fjármálastjóri STEFNIS sem var styrktaraðili mótsins í ár, þeim Örnu Dís og Nóa Sæ fulltrúum félags áhugafólks um Downs heilkenni ávísun að upphæð ein milljón króna.