Fréttir

Axel í 2. sæti í Póllandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 16. apríl 2023 kl. 11:51

Axel í 2. sæti í Póllandi

Axel Bóasson varð í 2. sæti á öðru mótinu af þremur á Sand Valley golfvellinum í Póllandi en hann varð þriðji í fyrsta mótinu. Axel endaði á ellefu höggum undir pari og lék hringina á 67, 67 og 71 höggi. 

Bjarki Pétursson lék næst best íslensku kylfinganna og endaði jafn í 31. sæti í einu höggi undir pari.

Hákon Örn Magnússon lék hringina þrjá á pari.

Aðrir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Andri Þór Björnsson og Sigurður Arnar Grétarsson léku báðir á pari, Aron Snær Júlíusson og Ragnar Garðarsson voru á +2 og Daníel Ísak Steinarsson á +3. Svanberg Stefánsson endaði á +9. Aron Bergsson sem leikur fyrir sænska klúbbinn Hills var á þremur yfir pari.

Þriðja mótið í þessari vormótaröð í Póllandi hefst á morgun 17. apríl og verða leiknar 54 holur. 

Lokastaðan í öðru mótinu.