Fréttir

Þessir 16 eru með á Masters í fyrsta sinn
Aaron Wise.
Mánudagur 8. apríl 2019 kl. 12:00

Þessir 16 eru með á Masters í fyrsta sinn

Í þau 82 skipti sem Masters mótið hefur verið haldið hafa einungis þrír kylfingar unnið mótið í fyrstu tilraun.

Síðastur til að afreka það var Fuzzy Zoeller sem hafði betur gegn Tom Watson og Ed Sneed á lokakaflanum þegar hann vann árið 1979.

Árið 2014 var Jordan Spieth nálægt því að sigra á mótinu í fyrstu tilraun þegar hann endaði annar á eftir Bubba Watson.

Í ár eru 16 kylfingar með í mótinu í fyrsta skiptið. Þetta eru kylfingar á borð við Matt Wallace, Lucas Bjerregaard og Eddie Pepperell sem eru allir meðal 50 bestu í heiminum auk bestu áhugakylfinga heims líkt og Viktor Hovland frá Noregi.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 16 kylfingar leika á Masters mótinu í fyrsta skiptið í ár ásamt því hvernig þeir komust í mótið:

Matt Wallace, topp 50 í heiminum í árslok
Lucas Bjerregaard, topp 50 í heiminum í árslok
Eddie Pepperell, topp 50 í heiminum í árslok
Keith Mitchell, sigraði á Honda Classic
Aaron Wise, sigraði á AT&T Byron Nelson
Kevin Tway, sigraði á Safeway Open
Adam Long, sigraði á Desert Classic
Andrew Landry, sigraði á Valero Texas Open
Michael Kim, sigraði á John Deere Classic
Viktor Hovland, sigraði á Opna bandaríska áhugamannamótinu 2018
Devon Bling, annar á Opna bandaríska áhugamannamótinu 2018
Jovan Rebula, sigraði á Opna breska áhugamannamótinu 2018
Takumi Kanaya, sigraði á Asíu-Kyrrahafs áhugamannamótinu 2018
Alvaro Ortiz, sigraði á rómansk-ameríska áhugamannamótinu 2018
Kevin O'Connell, sigraði á Mið-Ameríku áhugamannamótinu 2017
Shugo Imahira, sérstök undanþága

Byggt á grein frá pga.com.


Matt Wallace sigraði þrisvar á Evrópumótaröð karla í fyrra.

Ísak Jasonarson
[email protected]