Fréttir

Syskinin Böðvar og Helga klúbbmeistarar GR
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2024 kl. 11:25

Syskinin Böðvar og Helga klúbbmeistarar GR

Systkinin Böðvar Bragi Pálsson og Helga Signý Pálsdóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Reykjavíkur 2024. Sigur Böðvars var nokkuð sannfærandi en keppnin var harðari í kvennaflokki. Þetta er í annað sinn sem systkinin sigra bæði en þau gerðu það líka árið 2022.

Böðvar gaf tóninn á fyrsta keppnisdegi þegar hann lék Grafarholtið á sex undir pari, 65 höggum en hann endaði 72 holurnar á níu höggum undir pari. Arnór Ingi Finnbjörnsson varð annar og Hákon Örn Magnússon þriðji. Þrjátíu og fimm keppendur voru í meistaraflokki karla.

Helga Signý var í harðri baráttu við Berglindi Björnsdóttur og Evu Karen Björnsdóttur en þær enduðu í öðru og þriðja sæti, fimm og sex höggum á eftir Helgu Signýju.

Fyrstu tveir hringirnir voru leiknir í Grafarholti en tveir seinni á Korpunni - Sjórinn/Áin. Skorið var mun hærra á Korpunni.

Lokastaðan hjá GR.