Fréttir

Stöð 2 Sport sýnir beint frá Masters
Ein af hefðunum á Masters er par 3 holu mót sem allir keppendur taka þátt í og þá hafa nokkrar gamlar kempur líka látið ljós sitt skína.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 4. apríl 2023 kl. 18:08

Stöð 2 Sport sýnir beint frá Masters

Sýnt verður beint frá Masters mótinu á Stöð 2 Sport alla keppnisdagana og verða helstu þulir stöðvarinnar og sérfræðingar í eldlínunni. „Við verðum með sérfræðinga í settil greiningar og yfirferð alla daga,“ segir Ríkharður Óskar Guðnason, einn lýsenda en með honum verða Úlfar Jónsson, Þorsteinn Hallgrímsson og Jón Júlíus Jónsson. 

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur verður sérstakur gestur í upphitunarþáttunum. Sýnt verður frá mótinu frá klukkan 19 fimmtudag og föstudag. Upphitun verður hálftíma áður á laugardag og hún verður kl. 17.30 á sunnudag. Stöð 2 Sport mun sýna frá par 3 holu keppninni sem verður á miðvikudagskvöld.

Á vefsíðunni masters.org er margt í boði, m.a. Masters hlaðvarp en það hófst á mánudag.