Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Örlygur og Sóley klúbbmeistarar í Vestmannaeyjum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 17. júlí 2025 kl. 07:45

Örlygur og Sóley klúbbmeistarar í Vestmannaeyjum

Eyjamenn héldu sitt meistaramót í vikunni eftir Goslokahátíðina en þá fer Icelandair Volcano fram. Veðrið lék við Eyjamenn og sást inn á milli frábær spilamennska, sérstaklega hjá klúbbmeistara karla, Örlygi Helga Grímssyni en hann spilaði á 64 og 63 höggum og vann að lokum öruggan sigur. Hjá konum var það Sóley Óskarsdóttir sem vann öruggan sigur í meistaraflokki kvenna og er því klúbbmeistari kvenna í GV 2025.

Umfjöllun um meistaramót GV á heimasíðu klúbbsins

Örninn 2025
Örninn 2025

Meistaramót GV - úrslit allra flokka