Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Fyrsta degi meistaramóts Golfklúbbs Grindavíkur aflýst - mikil aukning í sumar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 16. júlí 2025 kl. 11:12

Fyrsta degi meistaramóts Golfklúbbs Grindavíkur aflýst - mikil aukning í sumar

Fyrsta degi meistaramóts Golfklúbbs Grindavíkur hefur verið aflýst þar sem bærinn var rýmdur og Grindavíkurvegi lokað. „Við vonum að þetta gangi fljótt yfir og að hægt verði að hefja leik á morgun. Á meðan er hægt að fylgjast með Rory á æfingasvæðinu á Royal Portrush og taka niður helstu punkta…..já eða hreinlega skella sér út í garð og æfa vippin,“ segir í tilkynningu á vef GG.

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri GG segist bjartsýnn á að mótið geti hafist á morgun, fimmtudag og verði þá mótið stytt í 3 daga því lokahóf á laugardegi er stór partur af meistaramóti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Helgi Dan er í skýjunum með sumarið í ár. „Það er búið að vera bilað að gera, algerlega frábært. Fjöldi klúbbfélaga hefur þrefaldast og heimsóknir kylfinga hafa aukist mjög mikið. „Það er samt nóg pláss og það eru margir metdagar búnir að vera að undanförnu. Veðrið hefur verið gott og hér er líf og fjör alla daga. Við vonum að þetta gos og gerum ráð fyrir því að það hafi ekki áhrif á áframhaldið í sumar. Þetta gos er langt frá golfvellinum og nú er bara spurning hvað nýr lögreglustjóri gerir en vonandi verður Grindavíkurvegurinn opnaður sem fyrst.“

Helgi segir að það hafi verið tekin ákvörðun að sækja áfram og hluti af því hefur verið að fjárfesta í nýju tækjum, sláttuvélum og fleiru sem tengist golfvellinum. „Þetta tengist auðvitað. Ef golfvöllurinn er ekki góður koma engir gestir og félagar verða óánægðir. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að hafa hlutina í lagi, flottan og vel hirtan golfvöll. Svo er ánægjulegt að segja frá því að við að hafa verðlag í veitingasölu og fleiru þar sé stillt í hóf. Það hefur skilað sér í margfalt meiri viðskiptum sem er ánægjulegt.“

Helgi tekur undir það að það sé búin að vera mikil aukning í íþróttinni að undanförnu og það hafi sýnt sig vel í sumar. Mikið af nýju fólki er að mæta í golf.