Scottie Scheffler - Hvað er í pokanum?
Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler komst á topp heimslistans með sigri í holukeppni Heimsmótaraðarinnar í gær. Hann er 25. kylfingurinn sem vermir toppsætið síðan listinn var fyrst gefin út árið 1986.
Scheffler hefur leikið frábærlega undanfarið og hefur sigrað á þremur af síðustu fimm mótum á PGA mótaröðinni.
En hvað er í pokanum hjá efsta manni heimslistans? Heimasíða PGA mótaraðarinnar birti samantekt á því:
Dræver
TaylorMade Stealth Plus (8 gráður)
Brautartré
TaylorMade Stealth Plus 3-tré (16,5 gráður)
Járn
3-járn: Srixon Z U85
4-járn: Srixon ZX7
5-PW: TaylorMade P7TW
Fleygjárn
Titleist Vokey Design SM8 (50°, 56°, 60°)
Pútter
Scotty Cameron Special Select Timeless Tourtype GSS Prototype
Bolti:
Titleist Pro V1