Íslensku stúlkurnar í 34. sæti í Frakklandi
Íslenska kvennanlandsliðið í golfi er í 34. sæti af 54 þjóðum að loknum fyrsta keppnisdegi í liðakeppninni á Heimsmeistaramótinu áhugakylfinga sem haldið er í Frakklandi. Leikið er á tveimur völlum. Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi. Íslensku stúlkurnar léku fyrsta hringinn á þeim síðarnefnda.
Heimsmeistararnir frá Bandaríkjunum eru í forystu á -5, Þjóðverjar í 2. sæti á fjórum undir pari. Ísland er á +7. Talin eru tvö bestu skorin af þremur í liðakeppninni.
Í einstaklingskeppninni er Hulda Clara Gestsdóttir jöfn í 63. sæti á þremur yfir pari en besta skor einstaklinga er -3. Ragnhildur Kristinsdóttir er jöfn í 79. sæti á +4. Andrea Bergsdóttir var á +5 og er jöfn í 99. sæti af 166 keppendum.
Með stúlkunum í för eru Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari. Mótið fer nú fram í 29. skipti og stendur yfir til 27. ágúst.
Keppt er á tveimur völlum. Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi. Alls eru 56 þjóðir sem taka þátt en mótið hefur aðeins einu sinni verið með fleiri liðum, 57 á Írlandi árið 2018. Mótið er 72 holu höggleikur, og 2 bestu skorin af alls 3 telja á hverjum degi.
Hér með fréttinni má sjá myndband sem Ólafur Loftsson tók á æfingadegi fyrir keppnina.