Góð byrjun hjá Íslendingunum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín byrjuðu vel í fyrsta hring á öðru stigi úrtökumótannaf yrir DP mótaröðina, þá sterkustu í Evrópu.. Guðmundur lék fyrsta hringinn á þremur undir pari og Haraldur á einum undir.
Guðmundur fékk sex fugla og þrjá skolla á hringnum og er jafn í 9. sæti. Haraldur fékk fjóra fugla og þrjá skolla og endaði á -1. Hann er jafn í 30. sæti en keppnin er mjög jöfn og spennandi.
Þeir félagar keppa á Isla Canela Links golfsvæðinu á Spáni en fjögur mót á öðru stigi fara fram á jafn mörgum golfsvæðum. Um hundrað kylfingar komast áfram úr þeim mótum á lokastigið sem fer fram á Infinitum golf svæðinu í næstu viku. Á lokastiginu vinna 25 kylfingar sér keppnisrétt á DP mótaröðinni 2025. Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði þeim árangri 2022 og keppti þar keppnistíðina 2023 en náði ekki að halda keppnisrétti sínum.