Fréttir

Coetzee leiðir í Suður-Afríku
Föstudagur 1. mars 2013 kl. 17:40

Coetzee leiðir í Suður-Afríku

Charl Coetzee frá Suður-Afríku er í efsta sæti á Tshwane Open mótinu sem fram fer á..

Charl Coetzee frá Suður-Afríku er í efsta sæti á Tshwane Open mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Hann lék á 65 höggum í dag og er efstur í mótinu á samtals 12 höggum undir pari.

Keppni var frestað síðdegis eftir að hætta var á eldingum. Ekki náðu allir kylfingar því að ljúka leik í dag. Coetzee hefur eins höggs forystu á Mark Tullo frá Síle og Dawie van der Walt frá Suður-Afríku.

„Ég hef ekki skemmt mér svona mikið í golfi í langan tíma. Það er alltaf gaman að leika vel og því betur sem þú leikur, því skemmtilegra er golf. Ég sló boltann vel og hitta flestar brautir. Ég setti niður mörg pútt sem var lykillinn að þessum góða hring,“ segir Coetzee.

Staðan í mótinu


Charl Coetzee lék á 65 höggum í dag.