Benedikt Sveinsson lék best í Þorlákshöfn við skrautlegar aðstæður
Benedikt Sveinsson, GK, lék manna best á Black Sand Open mótinu sem fór fram í dag á Þorlákshafnarvelli.
Rúmlega 50 kylfingar tóku þátt í mótinu og spiluðu golf við ansi krefjandi aðstæður eins og sjá má í meðfylgjandi mynd sem blaðamaður Kylfings tók á hring dagsins. Mikill vindur var á svæðinu auk þess sem haglél og snjókoma litu dagsins ljós.
Benedikt lék á 72 höggum eða höggi yfir pari og endaði þar að auki með 37 punkta. Elmar Ingi Sighvatsson fagnaði sigri í punktakeppninni.
Helstu úrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan:
Höggleikur án forgjafar
1. sæti - Benedikt Sveinsson 72 högg
Punktakeppni með forgjöf
1. sæti – Elmar Ingi Sighvatsson (37 punktar)
2. sæti – Anton Freyr Karlsson (36 punktar)
3. sæti – Svanur Jónsson (35 punktar)
Nándarverðlaun:
2. braut – Samúel Gunnarsson (271 cm)
5. braut – Hólmar Árnason (163 cm)
8. braut – Svanur Jónsson (479 cm)
11. braut – Adam Örn Stefánsson (290 cm)
14. braut – Enginn á flöt
Benedikt Sveinsson ásamt Ingvari Jónssyni, mótshaldara.