Átján fallegustu brautirnar í Evrópu
Hefurðu leikið Lofoten Links í Noregi, Crans-sur-Sierre í Svissnesku ölpunum, Gamla völlinn í St. Andrews eða Old Head Links á Írlandi? Brautir á þessum völlum eru meðal fallegustu golfholna í Evrópu. En hverjar eru þær?
Lofoten fjöllin halda utan um magnaðan 9 holu golfvöll í Norður Noregi. Þar er dagsbirta allan sólarhringinn í tvo mánuði - eitthvað sem Íslendingar þekkja. Umhverfið í Lofoten er svakalegt og völlurinn skemmtilegur.
Old Head Links er á lista margra kylfingur í heiminum. Þessi völlur á suðurströnd Írlands trekkir að marga á hverju ári. Fjórða brautin, ‘Razor’s Edge’ er ein mest myndaða golfhola í Írlandi. Fyrir aftan flötina stendur Old Head vitinn og fullkomnar myndina.
Svíar státa sig af því að eiga marga flotta golfvelli. BGo Hof Slott trónir þar á toppnum og þeir sem eru í Stokkhólmi ættu að skella sér. Vatnstorfærur koma í leik á flestum holum. Völlurinn er áhugaverður og virkilega fallegur. Ritstjóri kylfings.is lék völlinn nýlega og hvetur aðra til að fara.
Ritstjórinn hefur leikið marga velli í Stóra-Bretlandi, sérstaklega í Skotlandi. St. Andrews er Mekka golfsins og þangað ættu allir sem berjast við hvíta boltann að fara en í landinu er ótrúlegt magn magnaðra golfvalla. Á Ailsa vellinum á Turnberry Trump hafa mörg OPEN mót farið fram. Einvígið í sólinni 1977 milli Jack Nicklaus og Tom Watson er einn af hápunktum golfsögunnar. Watson var aftur í eldlínunni rúmum tuttugu árum síðan þegar hann endaði í 2. sæti í OPNA mótinu, þá 59 ára. Níunda holan er hápunkturinn á Turnberry. Þar er líka viti sem prýðir golfvöllinn.
Miðnæturgolf á Lofoten slær flest út.
Old Head völlurinn á Írlandi er á lista marga kylfinga.
Sautjánda brautin á Gamla vellinum í St. Andrews er talin vera ein af erfiðustu par 4 brautum í heimi.