Public deli
Public deli

Kylfingur dagsins

Konan kveikti aftur í golfáhuganum
Stefán og Molly
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2024 kl. 07:00

Konan kveikti aftur í golfáhuganum

Kylfingur dagsins ólst upp í Keflavík og því var stutt í Leiruna. Hann prófaði krakkanámskeið tíu ára gamall en svo kviknaði ekki almennilega á golfáhuganum fyrr en hann kynntist konunni sinni, Kareni Guðnadóttur, sem þá var á kafi í golfinu og var lágforgjafakylfingur. Hann var duglegur að bera kylfurnar fyrir konuna sína á meðan hún var í afreksgolfinu. Hann er ekki með væntingar um að verða betri kylfingur en eiginkonan en veit þó aldrei, þau hafa búið í Danmörku undanfarin og þar hefur hann getað stundað golfið meira, bæði vegna lengra golftímabils og meiri tíma.
Kylfingur dagsins er Stefán Már Jónasson.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Prófaði sem krakki því mig langaði það en af alvöru fyrir nokkrum árum.


Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Ég hef fimm-púttað í meistaramótinu í hérna í Danmörku einu sinni. Umræðan eftirá á sófanum heima með Kareni var áhugaverð svo ekki sé meira sagt.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Logi, núverandi Íslandsmeistari, það var á ættarmóti með fjölskyldu Karenar.


Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Já, ef ég er nýbúinn að þrífa bolta, þá týni ég honum.


Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Allt

Aldur: 35 á árinu

Klúbbur: Sønderjyllands golfklub

Forgjöf: 15,7

Uppáhaldsmatur: Góður grillmatur klikkar aldrei.

Uppáhaldsdrykkur: Gos klikkar sjaldan.

Uppáhaldskylfingur: Á engan.

Þrír uppáhaldsgolfvellir: 

Benniksgaard, hérna í suður Danmerku er rosalega fallegur, þó hef ég ekki hitt kylfing sem týnir ekki bolta þar. Leiruna fýla ég vel, því ég má slá í allar áttir. Alltaf gaman að spila velli þar sem boltinn er mikið í leik hér og þar, frekar tré heldur en vötn eða mjög þykkt gras.

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: Þrettánda í Leirunni, fyrsta á Akranesi og önnur holan á Akureyri.

Erfiðasta golfholan: Þrettánda í Benniksgaard

Erfiðasta höggið: Allt í mótvindi, þar sem ég er með hátt boltaflug.                            

Ég hlusta á: Podköst

Besta skor: 79 á teig 51 í Sønderjyllands Golfklub

Besti kylfingurinn: Phil Michaelson

Golfpokinn

Dræver: Titleist Tsr2
Brautartré: Titleist Tsr2
Járn: Callaway
Fleygjárn: Titleist Vokey
Pútter: Odyssey
Hanski: Hirzl

Skór: Ecco og Footjoy

Stefán með Kareni eiginkonu sinni og Molly.