Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Kylfingur dagsins

Konan kveikti aftur í golfáhuganum
Stefán og Molly
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2024 kl. 07:00

Konan kveikti aftur í golfáhuganum

Kylfingur dagsins ólst upp í Keflavík og því var stutt í Leiruna. Hann prófaði krakkanámskeið tíu ára gamall en svo kviknaði ekki almennilega á golfáhuganum fyrr en hann kynntist konunni sinni, Kareni Guðnadóttur, sem þá var á kafi í golfinu og var lágforgjafakylfingur. Hann var duglegur að bera kylfurnar fyrir konuna sína á meðan hún var í afreksgolfinu. Hann er ekki með væntingar um að verða betri kylfingur en eiginkonan en veit þó aldrei, þau hafa búið í Danmörku undanfarin og þar hefur hann getað stundað golfið meira, bæði vegna lengra golftímabils og meiri tíma.
Kylfingur dagsins er Stefán Már Jónasson.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Prófaði sem krakki því mig langaði það en af alvöru fyrir nokkrum árum.


Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Ég hef fimm-púttað í meistaramótinu í hérna í Danmörku einu sinni. Umræðan eftirá á sófanum heima með Kareni var áhugaverð svo ekki sé meira sagt.


Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Logi, núverandi Íslandsmeistari, það var á ættarmóti með fjölskyldu Karenar.


Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Já, ef ég er nýbúinn að þrífa bolta, þá týni ég honum.


Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Allt

Aldur: 35 á árinu

Klúbbur: Sønderjyllands golfklub

Forgjöf: 15,7

Uppáhaldsmatur: Góður grillmatur klikkar aldrei.

Uppáhaldsdrykkur: Gos klikkar sjaldan.

Uppáhaldskylfingur: Á engan.

Þrír uppáhaldsgolfvellir: 

Benniksgaard, hérna í suður Danmerku er rosalega fallegur, þó hef ég ekki hitt kylfing sem týnir ekki bolta þar. Leiruna fýla ég vel, því ég má slá í allar áttir. Alltaf gaman að spila velli þar sem boltinn er mikið í leik hér og þar, frekar tré heldur en vötn eða mjög þykkt gras.

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: Þrettánda í Leirunni, fyrsta á Akranesi og önnur holan á Akureyri.

Erfiðasta golfholan: Þrettánda í Benniksgaard

Erfiðasta höggið: Allt í mótvindi, þar sem ég er með hátt boltaflug.                            

Ég hlusta á: Podköst

Besta skor: 79 á teig 51 í Sønderjyllands Golfklub

Besti kylfingurinn: Phil Michaelson

Golfpokinn

Dræver: Titleist Tsr2
Brautartré: Titleist Tsr2
Járn: Callaway
Fleygjárn: Titleist Vokey
Pútter: Odyssey
Hanski: Hirzl

Skór: Ecco og Footjoy

Stefán með Kareni eiginkonu sinni og Molly.