Sigurbjörn um miðjan hóp fyrir lokahringinn
Halldór komst ekki í gegnum niðurskurðinn
Þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr GFB og Halldór Birgisson úr GHH leika á Evrópumóti eldri kylfinga í Eistlandi dagana 9.-11. júní.
Þeir luku leik á öðrum hring í gær. Sigurbjörn kom í hús á 79 höggum eða á 7 höggum yfir pari Strandvallarins á Pärnu Bay og komst nokkuð þægilega í gegnum niðurskurðinn. Hann var í 24.-30. sæti eftir hringinn á samtals 11 höggum yfir pari. Halldór kom í hús á 89 höggum eða á 17 höggum yfir pari í gær og var samtals á 31 höggi yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Það er Englendingurinn James Crampton sem leiðir fyrir lokahringinn á 4 höggum undir pari.
Sigurbjörn er nýfarinn út á lokahringinn.