Fréttir

Lélegur og mistækur - segir Guðmundur Ágúst
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 13. nóvember 2024 kl. 16:04

Lélegur og mistækur - segir Guðmundur Ágúst

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 154. sæti á lokaúrtökumótinu á Spáni. Hann lék hringina fjóra á tíu höggum yfir pari (75-75-71-75) og náði sér aldrei á strik í mótinu.

Hann segir að hann hafi ekki fundið taktinn. „Ég var bæði lélegur og mistækur og sló ekki nógu miið af góðum höggum til að komast í fuglafæri og því fór sem fór.“

Guðmundur komst inn á lokastigið eftir að hafa verið sjötti á biðlista eftir að hafa verið höggi frá því að komast beint á lokastigið. Hann fór í bráðabana og hafði betur og komst þannig inn á lokastigið. Frammistaða hans þar bætti ekki stöðu hans þar sem hann endaði í þriðja neðsta sæti.

Aðspurður segist hann vera með mikinn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næstu keppnistíð. „Ég held áfram að berjast,“ sagði Guðmundur Ágúst.