Sigurbjörn á 4 höggum yfir pari á fyrsta hring
Halldór á 14 höggum yfir pari
Þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr GFB og Halldór Birgisson úr GHH leika á Evrópumóti eldri kylfinga í Eistlandi dagana 9.-11. júní.
Báðir hafa þeir lokið leik á fyrsta hring. Sigurbjörn kom í hús á 76 höggum eða á 4 höggum yfir pari Strandvallarins á Pärnu Bay og er sem stendur í 17.-26. sæti, sjö höggum á eftir Englendingnum Rupert Kellock sem leiðir mótið eins og staðan er. Halldór kom í hús á 86 höggum eða á 14 höggum yfir pari vallarins.
Fylgst verður með framgöngu þeirra félaga hér á kylfingur.is.