Fréttir

Sá besti vann gullið á Ólympíuleikunum - mikil spenna á lokahringnum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 4. ágúst 2024 kl. 16:11

Sá besti vann gullið á Ólympíuleikunum - mikil spenna á lokahringnum

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er Ólympíumeistari í golfi eftir gríðarlega spennandi keppni á lokadegi mótsins á Le National golfvellinum við París. Scheffler átti magnaðan lokakafla þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum og endaði lokahringinn á níu höggum undir pari sem er jöfnun á vallarmetinu.

Miklar sviptingar voru í lokahringnum. Spánverjinn Jon Rahm var með tveggja högga forskot þegar hann stóð á 12. teig. Hann missteig sig illa á næstu holum og datt út úr toppbaráttunni. Englendingurinn Tommy Fleetwood var jafn Scheffler þegar hann stóð á 17. teig en tapaði höggi á holunni, náði ekki fugli á síðustu til að komast í bráðabana og endaði með silfurpening. Þriðji varð Japaninn Hideki Matsuyama á 17 undir pari.

Í næstu sætum voru Frakkinn Victor Perez á -16, Rory McIlroy og Jon Rahm voru jafnir 5. sæti á -15.

Lokastaðan.