Fréttir

Maverick McNealy efstur á Fortinet Championship
Kuchar er að leika vel á Fortinet Championship.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 18. september 2021 kl. 09:44

Maverick McNealy efstur á Fortinet Championship

Keppni er hálfnuð á Fortinet Championship sem er fyrsta mótið á nýju keppnistímabili á PGA mótaröðinni.

Jon Rahm efsti maður heimslistans komst ekki í gegnum niðurskurðinn sem tíðindum sætir. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí sem það kemur fyrir.

Maverick McNealy er efstur á 12 höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forskot á Beau Hossler og Mito Pereira sem koma næstir.

Af öðrum má nefna að Matt Kuchar sem var ólíkur sjálfum sér á síðasta tímabili er að leika vel og er í 7. sæti á 8 höggum undir pari. Phil Mickelson er einnig í fínum málum á 5 höggum undir pari.

Staðan í mótinu