Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 14:04

Einhentur kylfingur með mikla golfdellu

Ingibjörg Þórdísar- og Ólafsdóttir er enginn venjulegur kylfingur því hún þarf að hafa mun meira fyrir því að sveifla kylfunni en aðrir. Hún lætur það ekki stoppa sig og er með mikla golfdellu. Ingibjörg missti nánast allan hægri handlegginn í vinnuslysi þegar hún var að vinna við marningsvél í frystihúsi í Sandgerði þegar hún var aðeins 16 ára gömul.

Víkurfréttir ræddu við hana um slysið og hvernig hefur gengið að vinna úr því frá því þetta gerðist, árið 1977 (sjá viðtalið hér).

Hér á kylfingur.is ræðum við meira við Ingibjörgu um golfíþróttina sem hún heillaðst svo af, förum í golfhermi með henni og spjöllum einnig við golfkennarann hennar.