Fréttir

Besta höggið á Masters?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 14. apríl 2024 kl. 09:37

Besta höggið á Masters?

Eitt af höggum Masters sögunnar leit dagsins ljós í lok þriðja hrings þegar Bryson DeChambeau sló ofan í á 18. flöt í öðru höggi. Hann var 70 metra frá og var með fleygjárn í höndunum. 

Seinni níu holurnar voru skrautlegar hjá DeChambeau en hann var með forystu eftir fyrsta keppnisdag á -7. Hann lék holur 15 og 16 á þremur yfir pari en bætti stöðu sína á lokabrautinni þegar hann setti þetta magnaða högg í holu.

Besti kylfingur heims, Scottie Scheffler er með forystu á sjö undir pari en það eru öflugir kylfingar sem eru rétt á eftir honum þannig að spennan verður mikil í lokahringnum.

Staðan.

Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA

— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024

Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp

— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024

Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6

— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024