Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 23. febrúar 2024 kl. 10:28

Ragga Sig: Hefði unnið fleiri titla ef andlegi þátturinn hefði verið betri

Ragnhildur Sigurðardóttir er ein af golfdætrum Íslands og yngsti Íslandsmeistari landsins. Hún er fjórfaldur Íslandsmeistari kvenna og hefur unnið fjölda annarra móta á löngum ferli en síðustu fimmtán árin hefur hún sinnt golfkennslu af kappi, hér heima en einnig á Spáni. 

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, blaðamaður á kylfingur.is var ekki byrjaður í golfi þegar Ragga var upp á sitt besta en hann spurði okkar konu út í ferilinn og fleira þegar hann hitti hana á Costa Ballena golfsvæðinu á Spáni síðasta haust.