Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Íslandsmeistarinn með tveggja högga forskot
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. júlí 2024 kl. 19:34

Íslandsmeistarinn með tveggja högga forskot

Ragnhildur Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari er kominn í forystu á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Hún lék mjög vel á öðrum keppnisdegi og kom inn á fjórum höggum undir pari og leiðir með tveimur höggum. Þessi hringur var jafnframt nýtt vallarmet hjá Ragnhildi

„Ég spilaði vel og þetta var mjög öruggt einhvern veginn. Ég lék reyndar ágætlega í gær líka en skoraði ekki eins vel og í dag,“ sagði Ragnhildur og var ánægð með daginn og segist líka vera mjög ánægð með breytinguna á holuröðun á Hólmsvelli. „Mér finnst það alger snilld. Það er svo miklu betra og skemmtilegra að leika holur sem voru 2-3 og 4 í seinni hringnum núna. 

Í 2.-3. sæti eru Hulda Clara Gestsdóttir úr GR og Eva Kristinsdóttir úr GM, tveimur höggum á eftir Ragnhildi.

Viðtöl munu koma á kylfingur.is í fyrramálið.

Staðan.