Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Eva og Ragnhildur eru jafnar fyrir lokadaginn
Eva Kristinsdóttir á teig í Bergvíkinni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 20. júlí 2024 kl. 22:08

Eva og Ragnhildur eru jafnar fyrir lokadaginn

Hin sextán ára Eva Kristinsdóttir úr GM jafnaði við Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR en þær eru báðar á einu höggi undir pari eftir 54 holur á Íslandsmótinu í Leiru. Eva lék af miklu öryggi þrátt fyrir að hafa aldrei verið í toppbaráttu í stærsta móti ársins, og er á tveimur undir í dag en Ragnhildur var á pari. Þriðja er Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG á tveimur yfir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, Andrea Björg Bergsdóttir úr GKG og Karen Guðnadóttir úr GS eru í næstu sætum.

Staðan.

Ragnhildur á 17. teig í þriðja hring. 

Hulda Clara hvílir lúin bein á bekknum í Bergvík.