Fréttir

Zalatoris var 8 ára þegar hann fór fyrst holu í höggi - reynir nú aftur með sömu kylfu
Will Zalatoris fór fyrst holu í höggi 8 ára gamall.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 20:18

Zalatoris var 8 ára þegar hann fór fyrst holu í höggi - reynir nú aftur með sömu kylfu

Will Zalatoris hefur náð að festa sig í sessi sem einn af betri kylfingum PGA mótaraðarinnar. Hann byrjaði ungur að leika golf á Mariners Point vellinum þar sem hann ólst upp sem kylfingur.

Þegar hann var 8 ára gamall fór hann holu í höggi í fyrsta sinn á 2. braut vallarins. Hann notaði til verksins barnakylfu sem hann hefur alltaf geymt og er nú í meðfylgjandi myndbandi mættur aftur með sömu kylfu til að reyna að endurtaka leikinn. 

Ómögulegt verkefni? Eða hvað?