Fréttir

Svona voru áhorfendur árið 1937
Denny Shute með bikarinn árið 1936.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 23. nóvember 2021 kl. 08:34

Svona voru áhorfendur árið 1937

PGA meistarmótið árið 1937 var það 20. í röðinni. Það var haldið á Pittsburgh Field Club í úthverfi Pittsburgh borgar í Pennsylvaníu.

Á þeim tíma var leikin holukeppni í mótinu þar sem Denny Shute mætti Jug McSpaden í úrslitum. Shute hafði að lokum betur í bráðabana á 37. holu eftir mjög spennandi leik.

Áhorfendur biðu ekki boðanna þegar hann setti niður síðasta púttið og börðust í orðisins fyllstu merkingu um að fá bolta sigurvegarans.

Svona voru áhorfendur árið 1937. Denny Shute var þarna að verja titilinn frá árinu áður en hann sigraði alls á þremur risamótum á sínum ferli. PGA meistaramótinu árin 1936 og 1937 og Opna breska mótinu árið 1933.