Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Stærðfræðikennari sagði starfi sínu lausu til að elta drauminn
Frábært hjá Jay Jurecic.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 15. september 2021 kl. 18:31

Stærðfræðikennari sagði starfi sínu lausu til að elta drauminn

Það er ólíklegt að lesendur kannist við nafnið Jay Jurecic. Jurecic þessi hefur frá árinu 2000 kennt stærðfræði við West Iron County Schools í Michigan í Bandaríkjunum.

7. ágúst síðastliðinn fór Jay sem er 51 árs gamall inn á skrifstofu skólastjóra síns og sagði starfinu lausu. Hann hafði alltaf sagt nemendum sínum að elta drauma sína. Nú var komið að honum. Hann hafði lengi átt sér draum um að leika golf á stærsta sviðinu og nú er draumurinn orðinn að veruleika.

Á þriðjudaginn lék Jurecic á 61 höggi eða 10 höggum undir pari á úrtökumóti fyrir Sanford International mótið á PGA mótaröð eldri kylfinga. Hann verður því á meðal þátttakenda á Minnehaha Country Club um helgina með bróður sinn og stærsta aðdáanda á pokanum. Það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast.

Hér má fylgjast með skorinu í mótinu um helgina

Örninn járn 21
Örninn járn 21