Gunnar náði draumahögginu með nýrri kylfu
Það bætist við draumahöggin sem koma núna reglulega á golfvöllum landsins. Gunnar Ingi Björnsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar mundaði 7-járnið á 4. braut á Hlíðavelli og hitti þetta fína högg og boltinn endaði í holu.
Þetta 7-járn var prufukylfa í pokanum hjá Gunnari Inga og því ekki ólíklegt að kappinn sem er einn af fyrrverandi formönnum klúbbsins sé á leiðinni að endurnýja golfsettið en hann var búinn að bíða lengi eftir að fara holu í höggi.