Fréttir

Nesklúbburinn sigraði í 2. deild kvenna
Sveit Nesklúbbsins sigraði í 2. deild kvenna og leikur í efstu deild að ári
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 26. júlí 2021 kl. 21:29

Nesklúbburinn sigraði í 2. deild kvenna

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna fór fram á Bárarvelli í Grundarfirði dagana 23.-25. júlí.

Alls tóku 6 golfklúbba þátt og var leikið í einum riðli þar sem að öll liðin mættust.

Nesklúbburinn og Golfklúbbur Fjallabyggðar léku hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni um hvort liðið færi upp í efstu deild.

Fyrir leikinn höfðu báðir klúbbar unnið alla sína leiki.Nesklúbburinn hafði betur og tryggði sér sæti í efstu deild 2022.

Sveit Nesklúbbsins skipuðu: Hulda Bjarnadóttir, Karlotta Einarsdóttir, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, Ragna Krístín Guðbrandsdóttir og Elsa Nielsen.

Frétt golf.is um mótið