Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Matsuyama kominn í forystu á ZOZO Championship
Matsuyama tók forystuna í Japan í nótt.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 22. október 2021 kl. 06:39

Matsuyama kominn í forystu á ZOZO Championship

Hideki Matsuyama tók forystuna á öðrum hring ZOZO Championship mótsins í Japan. Aðstæður voru nokkuð erfiðar á hringnum þar sem rigning og kalt veður gerði kylfingum erfitt fyrir.

Matsuyama er samtals á 8 höggum undir pari eftir hringina tvo og hefur eitt högg í forskot á Cameron Tringale sem lék annan hringinn á 66 höggum.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Matt Wallace og Brendan Steele er jafnir í þriðja sæti á 6 höggum undir pari.

Ólympíumeistarinn Xander Scheuffele sem margir töldu líklegan til afreka á mótinu lék illa á öðrum hring og er samtals á 4 höggum yfir pari og á varla möguleika á sigri úr þessu.

Staðan í mótinu