Fréttir

Íslensk ungmenni gerðu það gott í Hollandi
Skúli Gunnar, Aron Emil og Perla Sól með verðlaunagripina. - mynd golf.is
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 18. október 2021 kl. 20:19

Íslensk ungmenni gerðu það gott í Hollandi

Íslenskir kylfingar stóðu sig vel á Tulip Challenge mótinu sem lauk í Hollandi á sunnudaginn síðasta.

Mótið er hluti af Global Golf Junior mótaröðinni. Alls voru 24 þátttakendur frá Íslandi á mótinu.

Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss sigraði á mótinu í drengjaflokki. Hann lék hringina þrjá samtals á pari og varð höggi á undan heimamanninum Ricardo Veldman.

Í stúlknaflokki sigraði Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur á samtals sjö höggum yfir pari. Perla endaði tveimur höggum á undan heimastúlkunni Fleur Van Beek og hinni dönsku Rie Lapholm.

Skúli Gunnar Ágústsson úr Golfklúbbi Akureyrar sigraði í flokki 18 ára og yngri en Skúli lék hringina þrjá á 2 höggum yfir pari.

Lokastaða mótsins