Haraldur ekki í gegnum niðurskurðinn - Guðmundur keppir á KLM í Hollandi í vikunni
Haraldur Franklín komst ekki í gegnum niðurskurðinn á B-NL Challengu mótinu á Áskorendamótaraöðinni í Hollandi. Haraldur lék á tveimur yfir pari, 71-73, og komst ekki í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við eitt högg undir pari.
Þetta var annað mót Haraldar á Áskorendamótaröðinni á þessu ári. Hann endaði í 25. sæti í Abu Dhabi í fyrsta móti hans á árinu.
Haraldur er á biðlista fyrir mót í Kaupmannahöfn í komandi viku.
Gengi atvinnukylfinga hefur veriið misjafnt að undanförnu7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var á móti á LET röðinni í síðustu viku og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í stutttu stoppi heima á Íslandi en verður meðal keppenda á KLM mótinu á DP Evrópumótaröðinni í Hollandi í komandi viku.