Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Haraldur áfram á Spáni en Guðmundur ekki
Haraldur komst áfram á ótrúlegan hátt í dag.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 15. október 2021 kl. 18:22

Haraldur áfram á Spáni en Guðmundur ekki

Eftir tvo hringi á Emporada Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu eru efstu menn á 12 höggum undir pari. Frakkinn Julien Brun og Englendingurinn Andrew Wilson eru efstir og höggi á eftir þeim er Þjóðverjinn Max Rottluff.

Haraldur Franklín lék á pari í dag og er samtals á 3 höggum undir pari og komst naumlega í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við 3 högg undir pari með því að fá ótrúlegan örn á lokaholunni.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Haraldur sem hóf leik á 10. teig sagði í samtali við kylfing.is að hann hefði byrjað vel en svo komið bakslag um miðjan hring. Hann hafi síðan fengið fullt af góðum færum sem ekki vildu detta.

Þegar hann kom á 8. teig sem var hans 17. hola sá hann að niðurskurðurinn hafði færst til og hann þyrfti að minnsta kosti einn fugl. Hann spilaði djarft á þeirri braut, sló teighöggið i vatn en náði að bjarga pari.

Á lokabrautinni hélt hann að fugl myndi duga, hitti braut og var kominn með kylfu og tilbúinn að slá. Ákvað að skipta um kylfu og sveifla mjúkt eins og Bjöggi Þorsteins. Sló gott högg og boltinn hvarf. Frábær endir sem vonandi veit á gott fyrir helgina.

Guðmundur Ágúst lék á 73 höggum annan daginn í röð og kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Guðmundur þarf því á öllu sínu að halda í næsta móti til að tryggja sig inn á lokamótið í nóvember.

Staðan í mótinu