Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Guðrún Brá endaði á pari í Sviss
Guðrún Brá lék fínt golf í Sviss og endaði í 47. sæti.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 12. september 2021 kl. 13:05

Guðrún Brá endaði á pari í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr Keili lék í dag lokahringinn á Swiss Ladies Open á Evrópumótaröð kvenna.

Guðrún hélt uppteknum hætti og lék stöðugt golf í mótinu, endaði samtals á pari eftir hringina þrjá og endaði jöfn í 47. sæti

Atthaya Thitikul sigraði á mótinu eftir frábæran lokahring sem hún lék á 66 höggum. Thitikul endaði einu höggi á undan Marianne Skarpnord frá Noregi sem endaði í öðru sæti.

Lokastaðan í mótinu

Skorkort Guðrúnar:

Örninn járn 21
Örninn járn 21